Magnús Magnússon prófessor emiritus lést á heimili sínu 2. júlí, 97 ára að aldri. Magnús fæddist í Reykjavík árið 1926 og var sonur Steinunnar Kristjánsdóttur og Magnúsar Skaftjelds Halldórssonar. Magnús gegndi lykilhlutverki sem forystumaður og…

Magnús Magnússon prófessor emiritus lést á heimili sínu 2. júlí, 97 ára að aldri. Magnús fæddist í Reykjavík árið 1926 og var sonur Steinunnar Kristjánsdóttur og Magnúsar Skaftjelds Halldórssonar.

Magnús gegndi lykilhlutverki sem forystumaður og stjórnandi í þróun verkfræði og raunvísinda við Háskóla Íslands á árunum 1960-1976, Rannsóknarráðs og Vísindaráðs og verndunar umhverfis á norðurslóðum.

Magnús lauk prófum í stærðfræði og eðlisfræði frá Háskólanum í Cambridge á Englandi og stundaði síðan rannsóknarstörf við tölvuútreikninga á bylgjuföllum við sama skóla. Árin 1954-55 vann hann að rannsóknum á afstæðiskenningu Einsteins við Princeton-háskóla í og síðar við NORDITA í Danmörku. Hann varð prófessor í eðlisfræði við verkfræðideild Háskóla Íslands 1960 og sat í stjórnarnefnd kjarnorkustofnunar OECD frá 1956, ráðunautur ríkisstjórnarinnar í kjarnfræðamálum frá 1960

...