Skemmtiferðaskiptið Azamara Quest frá fyrirtækinu Azamara Cruises lagðist að bryggju í Keflavíkurhöfn á dögunum. Fram kemur á vef Reykjanesbæjar að þetta sé fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins en skipið er jafnframt fyrsta skipið sem kemur í höfn frá…
Gestir Skemmtiferðaskipið Azamara Quest er glæsilegt skip í alla staði.
Gestir Skemmtiferðaskipið Azamara Quest er glæsilegt skip í alla staði. — Ljósmynd/Reykjanesbær

Skemmtiferðaskiptið Azamara Quest frá fyrirtækinu Azamara Cruises lagðist að bryggju í Keflavíkurhöfn á dögunum. Fram kemur á vef Reykjanesbæjar að þetta sé fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins en skipið er jafnframt fyrsta skipið sem kemur í höfn frá því að verkefnið um að markaðssetja Keflavíkurhöfn sem skemmtiferðaskipahöfn hófst. Verkefnið er samstarfsverkefni Reykjaneshafna, Reykjanesbæjar og Markaðsstofu Reykjaness þar sem unnið hefur verið að því að þróa og markaðssetja svæðið með tilliti til móttöku smærri skemmtiferðaskipa.

Skipið er 30 þúsund tonn og tekur um 700 farþega auk starfsfólks. Gestir gátu farið í land frá kl.10 til 20 til að skoða sig um.

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagði í samtali við Morgunblaðið að um 600 gestir hefðu verið um borð. Hann sagði jafnframt að von væri á sama skemmtiferðaskipi

...