— Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Landsmóti hestamanna í Reykjavík lauk í gær. Veðrið lék við mótsgesti í brekkunni er fremstu knapar og gæðingar landsins á öllum aldri kepptu um verðlaunagripina. Dagskrá mótsins lauk með úrslitum í feiknasterkum A-flokki. Árni Björn Pálsson og Álfamær frá Prestsbæ sigruðu örugglega með 9,05 í einkunn eftir kraftmikla skeiðspretti. Á myndinni fagnar Árni Björn sigrinum. Þetta er mikill tímamótasigur en Álfamær er fyrsta hryssa í sögu landsmóts sem sigrar í A-flokki í gæðingakeppni. » 11