„Gunnarsholt er staður sem má mikið læra af hvað varðar nýjungar í búskap og endurheimt landgæða. Þess vegna meðal annars tókst ég á hendur að skrifa þessa bók; sögu sem ég þekki vel og hef kannski átt einhvern þátt í að móta,“ segir Sveinn Runólfsson fyrrverandi landgræðslustjóri
Höfundur Sveinn Runólfsson fyrrv. landgræðslustjóri hér með bókina sem fjallar um stað hvar hann bjó frá æskuárum til starfsloka. Hann þekkir því vel staðinn og sögu hans, sem hann raunar mótaði að talsverðu leyti.
Höfundur Sveinn Runólfsson fyrrv. landgræðslustjóri hér með bókina sem fjallar um stað hvar hann bjó frá æskuárum til starfsloka. Hann þekkir því vel staðinn og sögu hans, sem hann raunar mótaði að talsverðu leyti. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Gunnarsholt er staður sem má mikið læra af hvað varðar nýjungar í búskap og endurheimt landgæða. Þess vegna meðal annars tókst ég á hendur að skrifa þessa bók; sögu sem ég þekki vel og hef kannski átt einhvern þátt í að móta,“ segir Sveinn Runólfsson fyrrverandi landgræðslustjóri.

Út er komin hjá Bókaútgáfunni Sæmundi bókin Saga Gunnarsholts á Rangárvöllum. Þar er rakin saga staðar og mannlífs þar eystra; jarðar sem byggð var snemma á tíð og hélst í ábúð fram á þriðja áratug þeirrar 20. þegar sandfok lagði staðinn í auðn. Nokkrum árum síðar hófst endurrækt staðarins – verk sem tók langan

...