Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og loft­slags­ráðherra, hef­ur ákveðið að aðset­ur þriggja nýrra stofn­ana ráðuneyt­is­ins verði utan höfuðborg­ar­svæðis­ins. Fram kem­ur í til­kynn­ingu Stjórn­ar­ráðsins að aðset­ur nýrr­ar…

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og loft­slags­ráðherra, hef­ur ákveðið að aðset­ur þriggja nýrra stofn­ana ráðuneyt­is­ins verði utan höfuðborg­ar­svæðis­ins.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu Stjórn­ar­ráðsins að aðset­ur nýrr­ar Um­hverf­is- og orku­stofn­un­ar verði á Ak­ur­eyri, Nátt­úru­fræðistofn­un á Vest­ur­landi og Nátt­úru­vernd­ar­stofn­un á Hvols­velli. Höfuðstöðvar Vatna­jök­uls­þjóðgarðs verða áfram á Höfn í Hornafirði, en þangað voru þær færðar árið 2022.

Embætti for­stjóra þess­ara stofn­ana hafa þegar verið auglýst, meðal ann­ars í At­vinnu­blaði Morg­un­blaðsins um nýliðna helgi.

Markmiðið með staðsetningu aðseturs nýrra stofnana er að stuðla að því að starfsfólk starfi í auknum mæli á landsbyggðinni í grennd við viðfangsefnið sem í þessu tilfelli er náttúra landsins, umhverfi og auðlindir.