Ég hef sungið allt mitt líf. Ég ólst upp í kórastarfi hérna heima á Íslandi og var með yndislega kennara, Diddú og Hallveigu Rúnars sem voru eiginlega söngmæður mínar áður en ég fór til Berlínar að læra.
— Morgunblaðið/Kristinn

Hvenær byrjaðir þú að syngja?

Ég hef sungið allt mitt líf. Ég ólst upp í kórastarfi hérna heima á Íslandi og var með yndislega kennara, Diddú og Hallveigu Rúnars sem voru eiginlega söngmæður mínar áður en ég fór til Berlínar að læra. Það var alltaf tónlist í kringum mig og foreldrar mínir eru tónlistarfólk þannig að segja má að ég hafi í rauninni aldrei gert neitt annað en að syngja.

Hvernig er þinn söngferill?

Ég lærði í Berlín í Haans Eisler-tónlistarháskólanum. Það var yndisleg- ur staður að búa á, algjör menningarborg, en ég var þar í sjö ár. Svo í miðju covid fékk ég frábært tækifæri til að taka þátt í óperuppfærslu í leikhúsi í Basel í Sviss. Eitt leiddi af öðru og ég fékk fastráðningu þar, og hef verið þar síðustu þrjú ár. Núna er ég heima í sumarfríi og finnst alltaf ótrúlega mikilvægt að tengja við íslenska áheyrendur líka. Það er

...