Lagnflestir kjósa eða að eiga sitt eigið húsnæði og það hefur lengi verið stefna Sjálfstæðisflokksins að gera fólk kleift að búa í sínu eigin húsnæði.

Við þinglok í síðasta mánuði urðu ýmis góð mál að lögum - mál sem endurspegla kjarna sjálfstæðisstefnunnar um að ríkið eigi ekki að vera fólki og fyrirtækjum fjötur um fót. Brottfall úreltra og óþarfa laga á fjármálamarkaði, breytingar á virðisaukaskatti til samræmis við fyrirkomulag erlendis sem eykur samkeppnishæfni Íslands verulega og stórmál eins og heimild til sölu eftirstandandi hlutar ríkisins í Íslandsbanka eru dæmi um mál sem gagn er að. Þá eru nýsamþykkt lög um fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða, sem ég lagði fram sem frumvarp á Alþingi, mikilvæg.

Lögin snúast um að lífeyrissjóðir fá heimild til að fjárfesta allt að 5% af heildareignum í óskráðum leigufélögum um íbúðarhúsnæði og að hlutur eins lífeyrissjóðs í slíku félagi gæti verið allt að 50%. Þessi breyting hljómar kannski ekki svo ýkjamikil en áhrifin geta orðið mikil. Áður var einfaldlega engin sérstök heimild fyrir lífeyrissjóði til þess að fjárfesta í íbúðarhúsnæði

...