Á dögunum fór fram fyrsta nýrnabrottnámsaðgerð þar sem notaður var þjarki, eða tölvustýrð vél, á Íslandi. Er þetta gríðarlegur áfangi og skiptir miklu fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi, að sögn læknanna Árna Sæmundssonar og Runólfs Pálssonar.
Runólfur Pálsson, Jóhann Jónsson, Eiríkur Jónsson og Árni Sæmundsson.
Runólfur Pálsson, Jóhann Jónsson, Eiríkur Jónsson og Árni Sæmundsson. — Ljósmyndir/Þorkell Þorkelsson

Nýrnaígræðslur eru vandasamar aðgerðir sem framkvæmdar hafa verið á Landspítalanum síðan árið 2003. Tekið er heilbrigt nýra úr látnum eða lifandi manni og það flutt í líkama sjúklings sem þjáist af nýrnabilun.

Á dögunum var ný og þróaðri aðferð notuð í fyrsta skipti á Íslandi – aðgerðaþjarkar eru byltingarkennd nýjung í nýrnaígræðslum, og notaðir til þess að fjarlægja nýra úr lifandi gjafa, og það sett í líkama sjúklings. Þessi þróun er mikilvægt skref fyrir heilbrigðisþjónustuna á Íslandi og skipta nýrnaígræðslur gríðarlegu máli í heilbrigðisgeiranum, að sögn læknanna Árna Sæmundssonar og Runólfs Pálssonar. Árni er skurðlæknir á Landspítalanum og Runólfur er forstjóri spítalans.

Árni framkvæmdi umrædda aðgerð, eða allra fyrstu nýrnabrottnámsaðgerð með þjarka á landinu.

Fyrir skömmu birtist í vísindatímaritinu Frontiers in Transplantation grein um rannsókn á nýrnaígræðslum í íslenska sjúklinga á

...