Heilsufarsástandi hans hefur verið lýst þannig að líkami hans sé að liðast í sundur. Vegna meðfædds stoðkerfisgalla hefur átak á líkama hans verið ójafnt, sem olli því að hann slasaðist alvarlega við æfingar árið 2016. Síðan þá hefur hann endurtekið leitað hjálpar í neyðarstöðu.
Sævar segir íslenska heilbrigðiskerfið ekki hafa tekið á móti einu einasta orði sem hann hefur sagt, ekki einu sinni að hann sé slasaður.
Sævar segir íslenska heilbrigðiskerfið ekki hafa tekið á móti einu einasta orði sem hann hefur sagt, ekki einu sinni að hann sé slasaður. — Morgunblaðið/Eyþór

Sævar Daníel Kolandavelu er 38 ára gamall faðir, hugvísindamaður, tónlistarmaður og rithöfundur. Mjöðm hans er slitin frá hrygg öðrum megin og þrír hryggjarliðir eru lausir. Hann hefur orðið fyrir 16 afleiddum áverkum upp hryggjarsúluna sökum ómeðhöndlaðra áverka og hefur gengið ótrúlega þrautagöngu í leit að lækningu. Íslenska heilbrigðiskerfið hefur, að sögn Sævars, hafnað því að taka til greina lýsingar hans á alvöru stöðunnar, fyrst sem sjúklings, og svo vísindaleg gögn sem var safnað saman með aðstoð fjölda velviljaðra sérfræðinga erlendis. Sævar hefur að eigin sögn verið skilinn eftir án aðhlynningar í langvarandi kvöl undangengin sjö ár. Hann og hans bakland hafa kostað miklu til við að sinna neyðarástandinu og koma honum undir læknishendur.

Í vegferð sinni við að eiga samtal við íslenska kerfið hefur Sævar kynnst fjölmörgum Íslendingum sem hafa svipaða sögu að segja. Hann skapaði síðuna „Rétturinn til að lifa“ á facebook, þar

...