Til stendur að gefa út bók og halda sýningu um hönnun Dieters Roths. Stærsti hlutinn af því sem leitað er að er hér á landi.
Arnar Freyr leitar ásamt hópi fólks að hönnun eftir Dieter Roth.
Arnar Freyr leitar ásamt hópi fólks að hönnun eftir Dieter Roth. — Morgunblaðið/Arnþór

Arnar Freyr Guðmundsson er grafískur hönnuður sem rekur ásamt Birnu Geirfinnsdóttur hönnunarstofuna Studio Studio. Fyrir tveimur árum settu þau upp sýningu á Hönnunarsafni Íslands um grafíska hönnun Dieters Roths ásamt breskum kollega sínum Fraser Muggeridge.

Nú vinnur Arnar, ásamt fleirum, að rannsóknarverkefni um hönnun Dieters. Ætlunin er að vinna bók og sýningu sem á að ná yfir arkitektúr, innanhússhönnun, garðhönnun, húsgagnahönnun, textílhönnun, keramiklist, skartgripahönnun og grafíska hönnun Dieters, en ekki hefur verið gert gott yfirlit yfir þessa þætti í ferli hans áður. Hópurinn leitar að verkum eftir Dieter og er í samstarfi við bókaforlagið Edizioni Periferia í Sviss.

„Þau höfðu samband við okkur vegna þess að þau eru í svipuðum hugleiðingum, að leita uppi hluti eftir Dieter Roth sem flokkast undir hönnun. Þau hafa fundið talsvert af hlutum í Sviss en hér á landi er stærsti hlutinn af því sem verið er

...