Fimm leikmenn úr Bestu deildum karla og kvenna í fótbolta voru úrskurðaðir í eins leiks bann í gær af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Logi Hrafn Róbertsson, miðjumaður FH, fer í bann vegna sjö gulra spjalda og Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK, vegna…

Fimm leikmenn úr Bestu deildum karla og kvenna í fótbolta voru úrskurðaðir í eins leiks bann í gær af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Logi Hrafn Róbertsson, miðjumaður FH, fer í bann vegna sjö gulra spjalda og Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK, vegna fjögurra gulra spjalda. FH og HK mætast næsta mánudagskvöld og þeir taka því bannið báðir út í þeim leik. Elísa Lana Sigurjónsdóttir úr FH fer í bann vegna rauðs spjalds og þær Mist Funadóttir úr Fylki og Lillý Rut Hlynsdóttur úr Val vegna fjögurra gulra spjalda.

Íslensk-bandaríski knattspyrnumaðurinn William Cole Campbell hefur skrifað undir sinn fyrsta atvinnusamning við Dortmund í Þýskalandi. Hann er 18 ára og

...