Þrátt fyrir talsverða yfirburði megnið af leiknum urðu Íslandsmeistarar Víkings að gera sér að góðu markalaust jafntefli gegn írsku meisturunum Shamrock Rovers á Víkingsvellinum í gærkvöld. Þetta var fyrri viðureign liðanna í fyrstu umferð…
Vítateigsbarningur Gunnar Vatnhamar skallar að marki Shamrock eftir eina af sautján hornspyrnum sem Víkingar fengu í leiknum í gærkvöld.
Vítateigsbarningur Gunnar Vatnhamar skallar að marki Shamrock eftir eina af sautján hornspyrnum sem Víkingar fengu í leiknum í gærkvöld. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Meistaradeild

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Þrátt fyrir talsverða yfirburði megnið af leiknum urðu Íslandsmeistarar Víkings að gera sér að góðu markalaust jafntefli gegn írsku meisturunum Shamrock Rovers á Víkingsvellinum í gærkvöld.

Þetta var fyrri viðureign liðanna í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar karla en seinni leikurinn fer fram í Dublin næsta þriðjudag.

Írarnir vörðust vel, sérstaklega seinni hluta leiksins, en Víkingar voru manni fleiri í um það bil 15 mínútur eftir að Darragh Nugent fékk sitt annað gula spjald á 80. mínútu og var rekinn af velli.

Þetta þýðir að Víkingar þurfa að sækja sigur til Dublin á þriðjudaginn kemur og þar verður framlenging og vítakeppni ef

...