Það var alltaf á stefnuskránni að fylgjast með Evrópumótinu í knattspyrnu en þegar mótið fór af stað átti ég ekki alveg nógu margar lausar stundir í sólarhringnum til að horfa á þrjá leiki á dag. Og nú sýp ég seyðið af því, því á endanum varð of seint að setja sig inn í allt heila klabbið
Bolti Mér skilst að þetta séu Englendingar.
Bolti Mér skilst að þetta séu Englendingar. — AFP/Ronny Hartmann

Ragnheiður Birgisdóttir

Bolti Mér skilst að þetta séu Englendingar.

Það var alltaf á stefnuskránni að fylgjast með Evrópumótinu í knattspyrnu en þegar mótið fór af stað átti ég ekki alveg nógu margar lausar stundir í sólarhringnum til að horfa á þrjá leiki á dag. Og nú sýp ég seyðið af því, því á endanum varð of seint að setja sig inn í allt heila klabbið. Það er nefnilega ekkert fútt í að horfa á átta liða úrslit, undanúrslit eða sjálf úrslitin þegar maður þekkir ekki liðin og leikmenn þeirra og hefur ekki valið sér einhverja til að halda með og bindast tilfinningaböndum.

Ég geri ráð fyrir að það sama gildi um aðra vinnustaði en hér í Hádegismóum skapast jafnan umræða um gang mála við kaffivélina og í matsalnum og þá finn ég verulega fyrir því hvað ég er

...