Kvartett Edgars Rugajs kemur fram á tónleikum í forsal Salarins í tónleikaröðinni Sumarjazz í Salnum á morgun, 11. júlí, kl. 17-18. Hljómsveitina skipa Edgars Rugajs á gítar, Nico Moreaux á bassa, Matthías M.D. Hemstock á trommur og slagverk og Guðjón Steinn Skúlason á saxófón. Edgars Rugajs er djassgítarleikari, spunatónlistarmaður, tónskáld og kennari frá Lettlandi. Hann hefur verið búsettur á Íslandi í rúm fjögur ár og tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi. Aðgangur er ókeypis.