Gunnar Gunnarsson fæddist 10. júlí 1984 og ólst upp á Egilsstöðum í Fljótsdal. „Ég er sveitastrákur í grunninn og þar sem það var ekki urmull af krökkum á allra næstu bæjum, umgekkst ég mikið ömmu mína og systkini hennar í æsku.“ Gunnar…
2014 Gunnar með Sigurjóni Leifssyni, þá form. Ungmennasambands Skagafjarðar, við sjálfboðaliðastörf á Unglingalandsmóti UMFÍ 2014.
2014 Gunnar með Sigurjóni Leifssyni, þá form. Ungmennasambands Skagafjarðar, við sjálfboðaliðastörf á Unglingalandsmóti UMFÍ 2014.

Gunnar Gunnarsson fæddist 10. júlí 1984 og ólst upp á Egilsstöðum í Fljótsdal. „Ég er sveitastrákur í grunninn og þar sem það var ekki urmull af krökkum á allra næstu bæjum, umgekkst ég mikið ömmu mína og systkini hennar í æsku.“ Gunnar segir að þessi miklu samskipti við eldra fólk hafi verið þroskandi og eflaust hafi ímyndunaraflið dafnað í sveitinni þar sem afþreying var ekki handan hornsins.

Hann var í heimavistarskóla á Hallormsstað. „Það var mjög þroskandi að fá þá reynslu að vera í heimavist og svo fór ég líka í heimavist á Menntaskólanum á Egilsstöðum. Þar kynntist ég miklu af mínum vinahópi sem ég umgengst í dag. Ég var virkur í félagsstarfinu og var m.a. í Gettu betur-liði skólans. Svo hef ég alltaf haft mjög mikinn áhuga á íþróttum, sérstaklega fótbolta, en aldrei verið neitt sérstaklega góður í honum, en þeim mun betri í félagsstörfunum,“ segir hann og sú vinna

...