Kvennalandsliðið í körfuknattleik, 20 ára og yngri, á enn möguleika á að komast í undanúrslit B-deildar EM í Búlgaríu þrátt fyrir tap gegn Tékklandi í milliriðli í gær, 67:61. Liðið mætir Írum í lokaleiknum í dag og vinni Ísland verða Írland, Ísland og Úkraína öll jöfn að stigum
Búlgaría Hekla Nökkvadóttir í leik með íslenska liðinu á EM.
Búlgaría Hekla Nökkvadóttir í leik með íslenska liðinu á EM. — Ljósmynd/FIBA

Kvennalandsliðið í körfuknattleik, 20 ára og yngri, á enn möguleika á að komast í undanúrslit B-deildar EM í Búlgaríu þrátt fyrir tap gegn Tékklandi í milliriðli í gær, 67:61. Liðið mætir Írum í lokaleiknum í dag og vinni Ísland verða Írland, Ísland og Úkraína öll jöfn að stigum. Agnes María Svansdóttir skoraði 19 stig og Eva Elíasdóttir var með 16 stig og 6 fráköst. Þá tók Jana Falsdóttir sjö fráköst í leiknum, Sara Boama og Kristrún Ólafsdóttir sex hvor.