Hjólaferð.
Hjólaferð.

Boðið verður upp á hjólaleiðsögn um Breiðholtið í kvöld, fimmtudag 11. júlí, kl. 20, þar sem hjólað verður milli níu útilistaverka í Breiðholti. Upphafsstaður er í Mjóddinni, norðan megin við Sambíóin, við listaverkið Sólarauga eftir Jón Gunnar Árnason. Halla Margrét Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri miðlunar hjá Listasafni Reykjavíkur, hefur umsjón með leiðsögninni. Viðburðurinn er hluti af kvöldgönguröð sem Borgarbókasafn Reykjavíkur, Borgarsögusafn Reykjavíkur, Listasafn Reykjavíkur og Bókmenntaborg Reykjavík UNESCO standa fyrir á fimmtudögum í sumar en hjólaferðin er í samstarfi við Hjólafærni.