Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands gaf til kynna í gær að Úkraína gæti notað langdrægar flaugar, sem Bretar hafa sent þangað, til að ráðast á skotmörk í Rússlandi í yfirstandandi stríði. Starmer sagði við blaðamenn um borð í flugvél á leið á…
— AFP

Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands gaf til kynna í gær að Úkraína gæti notað langdrægar flaugar, sem Bretar hafa sent þangað, til að ráðast á skotmörk í Rússlandi í yfirstandandi stríði.

Starmer sagði við blaðamenn um borð í flugvél á leið á leiðtogafund NATO í Washington, að hernaðaraðstoð Breta við Úkraínu væri eingöngu í varnarskyni en það væri Úkraínuhers að skilgreina hvernig best væri að beita breskum Storm Shadow-flugskeytum í þeim tilgangi.

Starmer ítrekaði á fundi með Volodímír Selenskí forseta Úkraínu í Washington í gær að engin stefnubreyting hefði orðið með stjórnarskiptum í Bretlandi og Bretar myndu áfram styðja Úkraínumenn einarðlega.