Ari Edwald fæddist 11. júlí 1964 í Reykjavík og ólst upp í Vogahverfinu. Hann gekk í Vogaskóla og síðan í Langholtsskóla áður en hann fór í Menntaskólann við Sund. Á yngri árum var hans íþróttagrein badminton, en hann segir að eftir Norðurlandamótið …
2022 Fjölskyldan á Tenerife. F.v.: Selma Eir, Páll, Erling, Svava, Ari, Jóhanna, Ari Edwald yngri og Rebekka.
2022 Fjölskyldan á Tenerife. F.v.: Selma Eir, Páll, Erling, Svava, Ari, Jóhanna, Ari Edwald yngri og Rebekka.

Ari Edwald fæddist 11. júlí 1964 í Reykjavík og ólst upp í Vogahverfinu. Hann gekk í Vogaskóla og síðan í Langholtsskóla áður en hann fór í Menntaskólann við Sund. Á yngri árum var hans íþróttagrein badminton, en hann segir að eftir Norðurlandamótið í badminton árið 1976 og byggingu TBR-hússins hafi áhugi á íþróttinni vaxið mikið. „Ég var virkur keppnismaður framan af, en sneri mér seinna að starfinu í kringum félagið.“

Vorið 1975 var Ari sendur í sveit í Hegranesi í miðjum Skagafirði og fór þangað á sumrin næstu árin. „Ég var fyrst á Hamri og svo á bænum Egg. Ég er afskaplega þakklátur fyrir þá reynslu og var hjá góðu og eftirminnilegu fólki.“

Eftir stúdentsprófið hóf Ari nám í lögfræði í Háskóla Íslands, en meðfram náminu tók hann einnig námskeið í viðskiptafræði. Hann var einnig mikið í félagsstörfum, var í

...