Útför Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings var gerð frá Neskirkju í gær. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir jarðsöng. Líkmenn voru Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir, Evgenía Kristín Mikaelsdóttir, Gunnar Bjarni Ragnarsson, Þormóður Dagsson, Kristína …
— Morgunblaðið/Eyþór

Útför Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings var gerð frá Neskirkju í gær. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir jarðsöng. Líkmenn voru Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir, Evgenía Kristín Mikaelsdóttir, Gunnar Bjarni Ragnarsson, Þormóður Dagsson, Kristína Ragnarsdóttir, Finnbogi Pétursson, Stefán Áki Ragnarsson og Hugleikur Dagsson. Líkmenn voru börn og hluti tengdabarna Ragnars en hann lætur eftir sig sex börn og afkomendur þeirra.

Ragnar, landskunnur sem Ragnar skjálfti, lést 25. júní sl. Hann starfaði hjá Veðurstofu Íslands í nær fjóratugi og var hans minnst á vef stofnunarinnar. Er honum lýst þar sem hugmyndaríkum eldhuga, afkastamiklum fræðimanni og vinsælum og góðum stjórnanda sem bar hag starfsmanna sinna mjög fyrir brjósti.