Um helgina verður Sandara- og Rifsaragleðin haldin á Hellissandi á Snæfellsnesi. Hátíðin er haldin annað hvert ár og má segja að hátíðin sé eins og stórt ættarmót. „Þetta er mikið til heimafólk á hátíðinni og við höfum ekki viljað blása þetta neitt upp
Gleði Dagskráin fyrir helgina á Hellissandi er troðfull.
Gleði Dagskráin fyrir helgina á Hellissandi er troðfull.

Edda Gunnlaugsdóttir

eddag@mbl.is

Um helgina verður Sandara- og Rifsaragleðin haldin á Hellissandi á Snæfellsnesi. Hátíðin er haldin annað hvert ár og má segja að hátíðin sé eins og stórt ættarmót.

„Þetta er mikið til heimafólk á hátíðinni og við höfum ekki viljað blása þetta neitt upp. Það er margt brottflutt fólk sem kemur þessa helgi og er mikil hátíð fyrir þá sem voru hér og bjuggu hér áður og koma aftur. Þetta er eins og stórt ættarmót og það þekkja allir alla í svona litlu bæjarfélagi,“ segir Ægir Þór Þórsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar.

...