Tengsl líkamans og reimleikahússins er viðfangsefni nýrrar fræðibókar Sigrúnar Margrétar Guðmundsdóttur Húsið og heilinn. Bókin, sem byggir á doktorsverkefni Sigrúnar Margrétar í íslenskum samtímabókmenntum, kom út hjá Háskólaútgáfunni í lok síðasta …
Draugagangur „Reimleikahús í bókmenntum eiga það til að haga sér eins og ofbeldisfólk og þau nota oft svipaða taktík,“ segir Sigrún Margrét.
Draugagangur „Reimleikahús í bókmenntum eiga það til að haga sér eins og ofbeldisfólk og þau nota oft svipaða taktík,“ segir Sigrún Margrét. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Snædís Björnsdóttir

snaedis@mbl.is

Tengsl líkamans og reimleikahússins er viðfangsefni nýrrar fræðibókar Sigrúnar Margrétar Guðmundsdóttur Húsið og heilinn. Bókin, sem byggir á doktorsverkefni Sigrúnar Margrétar í íslenskum samtímabókmenntum, kom út hjá Háskólaútgáfunni í lok síðasta árs og rannsakar meðal annars fjögur íslensk verk, það er Húsið eftir Egil Eðvarðsson (1983), Rökkur eftir Erling Óttar Thoroddsen (2017), Ég man þig eftir Óskar Þór Axelsson (2017) og Hálendið eftir Steinar Braga (2011). Morgunblaðið ræddi við Sigrúnu Margréti um hrollvekjuhefðina, ólíkar myndir reimleikahússins og netið sem kannski er allra hryllilegasta reimleikahús okkar tíma.

Kærleikskæfing og gaslýsing

„Viðfangsefnið kom í

...