Rut Ragnarsdóttir rekur Útgerðina, verslun og vínstofu, á Hellissandi ásamt eiginmanni sínum, Heimi Berg. Verslunin býður upp á það besta af íslenskri hönnun og leggja þau mikið upp úr notalegri stemningu
Verslun og vínstofa Hjónin Rut og Heimir eru eigendur Útgerðarinnar.
Verslun og vínstofa Hjónin Rut og Heimir eru eigendur Útgerðarinnar.

Edda Gunnlaugsdóttir

eddag@mbl.is

Rut Ragnarsdóttir rekur Útgerðina, verslun og vínstofu, á Hellissandi ásamt eiginmanni sínum, Heimi Berg. Verslunin býður upp á það besta af íslenskri hönnun og leggja þau mikið upp úr notalegri stemningu. Hugmyndin að Útgerðinni kviknaði hjá Rut þegar hún var í fæðingarorlofi og nýflutt aftur vestur á Snæfellsnes þar sem hún er fædd og upp alin. „Ég fór að hugsa hvað ég gæti farið að gera og ákvað að kýla á þetta. Við prófuðum bara,“ sagði Rut. Verslunin var fyrst opnuð í gamla pakkhúsinu í Ólafsvík árið 2019 en þau fluttu verslunina á Hellissand á vormánuðum í fyrra. Samhliða versluninni opnuðu þau litla vínstofu. „Fimm árum seinna erum við enn að.“

Frá Hellissandi til Ástralíu

Á Hellissandi keyptu þau gamla pósthúsið, gerðu

...