Ísland vann yfirburðasigur á Úkraínu, 49:22, í fyrsta leiknum á Evrópumóti U20 ára landsliða karla í handknattleik í gær en mótið fer fram í Slóveníu. Staðan var 28:13 í hálfleik. Reynir Þór Stefánsson var markahæstur með níu mörk en Eiður Rafn…
Slóvenía Elmar Erlingsson sækir að marki Úkraínu í leiknum í gær.
Slóvenía Elmar Erlingsson sækir að marki Úkraínu í leiknum í gær. — Ljósmynd/HSÍ

Ísland vann yfirburðasigur á Úkraínu, 49:22, í fyrsta leiknum á Evrópumóti U20 ára landsliða karla í handknattleik í gær en mótið fer fram í Slóveníu. Staðan var 28:13 í hálfleik. Reynir Þór Stefánsson var markahæstur með níu mörk en Eiður Rafn Valsson, Atli Steinn Arnarson og Össur Haraldsson skoruðu fimm mörk hver. Svíar unnu stórsigur á Pólverjum í hinum leik riðilsins en Ísland mætir Póllandi í dag og Svíþjóð á laugardag.