Sýning á verkum Spessa verður opnuð á morgun, föstudaginn 12. júlí, kl. 16 í Úthverfu á Ísafirði. Sýningin ber heitið Fauk og stendur til sunnudagsins 4. ágúst. „Ég flutti í Öræfi í ágúst síðastliðnum, sem var töluverð áskorun fyrir mig
Náttúrumynd Sýningin hverfist um reynslu Spessa af því að flytja í Öræfi.
Náttúrumynd Sýningin hverfist um reynslu Spessa af því að flytja í Öræfi.

Sýning á verkum Spessa verður opnuð á morgun, föstudaginn 12. júlí, kl. 16 í Úthverfu á Ísafirði. Sýningin ber heitið Fauk og stendur til sunnudagsins 4. ágúst.

„Ég flutti í Öræfi í ágúst síðastliðnum, sem var töluverð áskorun fyrir mig. Þá var haustið að byrja og veturinn með myrkrinu sem varð svartara dag frá degi. Eftir smá tíma áttaði ég mig á því að ég hafði ekkert á móti þessum kröftum í náttúrunni hérna í Öræfum. Krafturinn er þvílíkur að þú hneigir þig auðmjúkur. Hérna sérðu sjóndeildarhringinn þegar bjart er, og á veturna sest sólin vestur frá þér þar sem þú stendur,“ skrifar Spessi, Sigurþór Hallbjörnsson, meðal annars í sýningartexta.

Spessi er „einn af mikilvægustu sjónrænum annálahöfundum Íslands“, segir m.a. um ljósmyndarann í tilkynningu.