Fjögur íslensk lið taka þátt í Evrópukeppnum karla í fótbolta í ár en undanfarin tvö ár hafa þau einungis verið þrjú. Góður árangur íslenskra liða undanfarin ár gaf íslensku deildinni fjórða Evrópusætið á ný
Sambandsdeildin Valur og Stjarnan leika heimaleiki sína í fyrstu umferðinni í kvöld, bæði klukkan 19.
Sambandsdeildin Valur og Stjarnan leika heimaleiki sína í fyrstu umferðinni í kvöld, bæði klukkan 19. — Morgunblaðið/Eggert

Fréttaskýring

Haraldur Hróðmarsson

haraldurarni@mbl.is

Fjögur íslensk lið taka þátt í Evrópukeppnum karla í fótbolta í ár en undanfarin tvö ár hafa þau einungis verið þrjú. Góður árangur íslenskra liða undanfarin ár gaf íslensku deildinni fjórða Evrópusætið á ný.

Víkingar taka þátt í forkeppni Meistaradeildarinnar og eru á svokallaðri meistaraleið sem er sama leið og Breiðablik fór þegar liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á síðasta tímabili. Breiðablik, Valur og Stjarnan taka öll þátt í Sambandsdeild Evrópu og spila öll fyrri leiki sína í dag og kvöld.

Breiðablik spilar á gegn Tikvesh á útivelli í Norður-Makedóníu en Valur fær Vllaznia frá Albaníu í heimsókn á Hlíðarenda og

...