Eva Margit Wang Atladóttir var fyrr á árinu kosin til að gegna stöðu hringjara, eða „klokker“, á stúdentagarðinum Garði í Kaupmannahöfn. Hringjari hefur yfirumsjón með ýmsum verkefnum á Garði og er kosinn til sex mánaða í senn
Hringjari Eva Margit er þriðji Íslendingurinn til að sinna embætti hringjara á Garði við Hafnarháskóla.
Hringjari Eva Margit er þriðji Íslendingurinn til að sinna embætti hringjara á Garði við Hafnarháskóla. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Guðrún Sæmundsen

gss@mbl.is

Eva Margit Wang Atladóttir var fyrr á árinu kosin til að gegna stöðu hringjara, eða „klokker“, á stúdentagarðinum Garði í Kaupmannahöfn. Hringjari hefur yfirumsjón með ýmsum verkefnum á Garði og er kosinn til sex mánaða í senn. Hún segir embættið eftirsótt og þekkt í danska háskólasamfélaginu, eitthvað sem á alveg heima á ferilskránni.

Eva er nemi á 4. kandídatsári í læknisfræði við Kaupmannahafnarháskóla. Hálfur Íslendingur og hálfur Færeyingur, fædd og uppalin hérlendis. Hún hóf nám í læknisfræði á vorönn 2021 eftir að hafa klárað Verzlunarskólann og eina önn í heimspeki við Háskóla Íslands.

Verkefnin af ýmsum toga

Mikil hefð er fyrir embætti hringjara enda söguleg staða. Það var

...