Svava Rós Guðmundsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, verður enn lengur frá keppni en hún er nýbúin að fara í aðgerð á mjöðm vegna alvarlega meiðsla sem hún varð fyrir hjá Benfica í Portúgal í haust
Meiðsli Svava Rós Guðmundsdóttir hefur verið sérlega óheppin.
Meiðsli Svava Rós Guðmundsdóttir hefur verið sérlega óheppin. — Morgunblaðið/Eggert

Svava Rós Guðmundsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, verður enn lengur frá keppni en hún er nýbúin að fara í aðgerð á mjöðm vegna alvarlega meiðsla sem hún varð fyrir hjá Benfica í Portúgal í haust. Hún var þar í láni frá bandaríska liðinu Gotham og hefur ekkert getað spilað með Gotham í ár vegna meiðslanna. Svava skýrði frá því á Instagram að langt bataferli væri fyrir höndum hjá henni og því er óvíst hvenær hún stígur aftur inn á völlinn.