Andrea Robin Skinner, dóttir Nóbelsverðlaunahafans Alice Munro, segir móður sína hafa vitað af því að stjúpfaðir hennar, Gerald Fremlin, hafi misnotað hana kynferðislega þegar hún var 9 ára gömul. Á móðir hennar að hafa sagt að hún elskaði Fremlin…
Alice Munro
Alice Munro

Andrea Robin Skinner, dóttir Nóbelsverðlaunahafans Alice Munro, segir móður sína hafa vitað af því að stjúpfaðir hennar, Gerald Fremlin, hafi misnotað hana kynferðislega þegar hún var 9 ára gömul. Á móðir hennar að hafa sagt að hún elskaði Fremlin of mikið til að fara frá honum, jafnvel eftir að hann viðurkenndi misnotkunina. The Guardian greinir frá því að Skinner hafi stigið fram með ásakanir sínar um helgina á kanadíska fréttamiðlinum Toronto Star þar sem hún haldi því fram að Fremlin, sem þá var á fimmtugsaldri, hafi farið upp í rúm til hennar á meðan hún svaf á heimili móður sinnar og beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Í kjölfarið segist Skinner hafa sagt föður sínum, James Munro, frá ofbeldinu en hann hafi ekkert sagt við móður hennar.