Margar stelpur eru að stíga sín fyrstu skref á mótinu á meðan aðrar eru þaulvanar en spennustigið er ávallt hátt
Símamótið verður haldið í Kópavogi um helgina en það er stærsta knattspyrnumót landsins. Um 3.000 stúlkur víðsvegar að keppa í samtals 1.600 leikjum á Kópavogsvelli.
Símamótið verður haldið í Kópavogi um helgina en það er stærsta knattspyrnumót landsins. Um 3.000 stúlkur víðsvegar að keppa í samtals 1.600 leikjum á Kópavogsvelli.

Það mun aldeilis birta yfir Kópavoginum um helgina þegar þrjú þúsund stelpur mæta og keppa á Símamótinu sem fagnar fjörutíu ára afmæli í ár. Á mótinu, sem er fjölmennasta knattspyrnumót Íslands, munu fimm til tólf ára stelpur keppa í fótbolta og margar þeirra í fyrsta sinn.

Eyrún Huld Harðardóttir markaðsstjóri Símans segir að Síminn standi stoltur að baki fótboltaveislunni sem Símamótið er. „Sjálf man ég vel eftir mínu fyrsta móti, bæði sem leikmaður og seinna meir sem þjálfari. Símamótið kenndi mér hvað liðsheild og samtakamáttur skiptir miklu máli en það er eitthvað sem ég mun alltaf búa að. Öll vináttuböndin og allar minningarnar sem bæst hafa í minningabankann. Á sama tíma hefur kvennaboltinn sem heild blómstrað og átt sinn þátt í að efla jafnrétti og skapa fyrirmyndir fyrir stelpur og stráka.“

Tengjumst yfir

...