30 ára Diljá ólst upp í Kópavogi, gekk í Snælandsskóla og Verzlunarskóla Íslands og býr nú í Lundúnum. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði (LL.M.) við Duke University í Bandaríkjunum. Hún lauk áður BA-gráðu og meistaraprófi í lögfræði við…

30 ára Diljá ólst upp í Kópavogi, gekk í Snælandsskóla og Verzlunarskóla Íslands og býr nú í Lundúnum. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði (LL.M.) við Duke University í Bandaríkjunum. Hún lauk áður BA-gráðu og meistaraprófi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, með hæstu meðaleinkunn á meistaraprófi í sögu lagadeildar háskólans. Hún hefur einnig lokið framhaldsgráðu í evrópskum samkeppnisrétti frá Kings College London.

Diljá er lögmaður og framkvæmdastjóri á lögfræðisviði breska fjármálafyrirtækisins Aquis Exchange í Lundúnum og yngst í þeim hópi hjá fyrirtækinu. Hún er með lögmannsréttindi í New York. Diljá kennir lögfræði við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Bifröst.

Í frítíma sínum nýtur Diljá þess að ferðast, upplifa nýja staði og matargerð og stunda hreyfingu, t.d. skíði og hlaup, og hefur

...