Ánægjulegt Snæfellsnesið er vinsæll áfangastaður enda margt að sjá.
Ánægjulegt Snæfellsnesið er vinsæll áfangastaður enda margt að sjá. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir Snæfellsnesið hafa sérstakt aðdráttarafl. „Það er þessi dulmögnun sem Snæfellsjökull hefur. Við höfum allt á Snæfellsnesi sem Ísland hefur upp á að bjóða nema hveri, við höfum allt annað. Íslensku náttúruna, jökla, fjörur, kletta, fjöll og gönguleiðir. Við höfum þetta allt. Það er þessi mystík sem hefur þetta aðdráttarafl.“

Uppbygging hefur verið mikil á svæðinu síðustu ár. „Það er svo margt áhugavert að sjá hjá okkur. Þjóðgarðurinn er mikið aðdráttarafl og sveitarfélagið hefur byggt upp fullt af áningarstöðum um nesið og aðra staði sem hægt er að koma og skoða. Þeir telja inn í þjóðgarðinn og fyrstu sex mánuði ársins voru 186 þúsund sem komu inn hjá okkur. Á sama tíma í fyrra voru það 165

...