„Ég fór þarna út til að taka þátt í mínu fyrsta heimsmeistaramóti. Það gekk ekkert allt of vel en ég lærði helling,“ segir Drífa Ríkarðsdóttir, kraftlyftingakona frá Selfossi, í samtali við Morgunblaðið, nýsnúin heim af…
Sorfið til stáls Drífa er keppniskona í kraftlyftingum og æfir í skólastofu í Grímsey en þar er engin líkamsræktarstöð.
Sorfið til stáls Drífa er keppniskona í kraftlyftingum og æfir í skólastofu í Grímsey en þar er engin líkamsræktarstöð.

Viðtal

Atli Steinn Guðmundsson

atlisteinn@mbl.is

„Ég fór þarna út til að taka þátt í mínu fyrsta heimsmeistaramóti. Það gekk ekkert allt of vel en ég lærði helling,“ segir Drífa Ríkarðsdóttir, kraftlyftingakona frá Selfossi, í samtali við Morgunblaðið, nýsnúin heim af heimsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum í Litáen þegar þetta samtal á sér stað.

Heim? Vissulega er Ísland jú alltaf heim í augum þeirra sona og dætra þjóðarinnar sem langförul leggja sérhvert land undir fót, svo vitnað sé til kveðskapar sjálfs Klettafjallaskáldsins. Drífa er hins vegar ekki komin heim á Suðurlandið í hinn ört vaxandi höfuðstað landshlutans – Selfoss.

Öðru nær. Hún hraðaði sér heim frá Litáen að heimsmeistaramótinu

...