Hreinn Friðfinnsson (1943-2024) Sólarleikur, 1999 Ljósmynd á pappír, 70 x 108 cm
Hreinn Friðfinnsson (1943-2024) Sólarleikur, 1999 Ljósmynd á pappír, 70 x 108 cm

Hreinn Friðfinnsson var einn af forsprökkum konseptmyndlistar á Íslandi og tók á sjöunda áratugnum þátt í stofnun SÚM-hópsins kunna. Verk hans mótuðust einnig fljótt af hinni fjölþjóðlegu flúxushreyfingu. Hreinn notaði líka ýmsa miðla í listsköpun sinni; ljósmyndir, teikningar, málverk, skúlptúra, fundna hluti og innsetningar.

Hvítt sólarljósið er í raun blanda af öllum litum og í verkinu Sólarleik bregður Hreinn á leik með þrístrent gler eða prisma sem brýtur upp sólargeisla svo litróf ljóssins verður sýnilegt og gerir honum í raun kleift að grípa regnbogann. Augnablikið er fryst á ljósmynd og gert ódauðlegt. Litrófið í lófanum er heillandi og leiðir hugann að ævintýrum þar sem fjársjóður er falinn við enda regnbogans. Sólarleikur er í raun dæmigert meðal verka Hreins Friðfinnssonar, sem eru í senn ljóðræn og innileg, og hefur þeim verið líkt við

...