Heimir Hallgrímsson var í gær ráðinn þjálfari írska karlalandsliðsins í knattspyrnu til ársins 2026, eða fram yfir heimsmeistaramótið sem fram fer það ár. Hann verður formlega kynntur til leiks á fréttamannafundi í dag. Heimir stýrir því liði…
Grænir Heimir Hallgrímsson með hina frægu grænu landsliðstreyju Íra. Hans fyrsta verkefni er heimaleikur gegn Englendingum 7. september.
Grænir Heimir Hallgrímsson með hina frægu grænu landsliðstreyju Íra. Hans fyrsta verkefni er heimaleikur gegn Englendingum 7. september. — Ljósmynd/FAI

Heimir Hallgrímsson var í gær ráðinn þjálfari írska karlalandsliðsins í knattspyrnu til ársins 2026, eða fram yfir heimsmeistaramótið sem fram fer það ár.

Hann verður formlega kynntur til leiks á fréttamannafundi í dag.

Heimir stýrir því liði Írlands í Þjóðadeildinni sem hefst í haust og í undankeppni HM sem fer fram á næsta ári, og svo á HM í Norður-Ameríku ef írska liðið kemst þangað. Hann mun einnig koma talsvert að uppbyggingu yngri landsliða Írlands.

Heimir hætti á dögunum sem þjálfari karlalandsliðs Jamaíka eftir að hafa stýrt því síðan í september árið 2022.

Írar eru í B-deild Þjóðadeildarinnar og fyrsti leikur Heimis

...