Siglufjörður Stór hluti dagskrárinnar fer fram í Alþýðuhúsinu.
Siglufjörður Stór hluti dagskrárinnar fer fram í Alþýðuhúsinu. — Ljósmynd/Kristín Sigurjónsdóttir

Frjó er þriggja daga listahátíð sem haldin verður á Siglufirði dagana 12.-14. júlí. Þar koma fram listamenn og skapandi einstaklingar sem framkalla list sína með ólíkum miðlum og sameinast í einum suðupotti um miðjan júlí ár hvert, eins og það er orðað í tilkynningu.

„Tekist hefur að stuðla að og byggja upp á Siglufirði sannkallaðann leikvöll listarinnar þar sem tilraunamennska, galsi og frjálst flæði leika lausum hala. Sumarið gefur tilefni til langra bjartra nátta og orkan sem umlykur allt er mögnuð eins og einungis gerist á þeim árstíma,“ segir þar jafnframt.

„Alþýðuhúsið stækkar því viðburða og sýningarstaði sína út í Garð og víða um bæ og nýtur samstarfs fyrirtækja, bæjarfélagsins og annarra menningaraðila. Listamönnum og gestum sem taka þátt í Frjó, gefst færi á að upplifa þrjá til fjóra listviðburði á dag, dvelja saman og miðla list sinni, skoðunum og kunnáttu.“

Meðal þátttakenda eru Mark Wilson, Bryndís Snæbjörnsdóttir,

...