Ég horfi nánast eingöngu á bandarískt og breskt raunveruleikasjónvarp, og það finnst mér ekki alveg nógu gott. Þegar góð samstarfskona mældi með dönsku raunveruleikaþáttunum Vild kærlighed eða Villt ást sem sýndir eru á DR beið ég því ekki boðanna…
Í leit að ást Vild kærlighed eru sýndir á DR.
Í leit að ást Vild kærlighed eru sýndir á DR. — Ljósmynd/DR

Snædís Björnsdóttir

Ég horfi nánast eingöngu á bandarískt og breskt raunveruleikasjónvarp, og það finnst mér ekki alveg nógu gott. Þegar góð samstarfskona mældi með dönsku raunveruleikaþáttunum Vild kærlighed eða Villt ást sem sýndir eru á DR beið ég því ekki boðanna heldur fór heim eftir vinnu og hámhorfði á þá. Þættirnir gerast í sænskum skógi og segja frá ástarleit ungra Dana á þrítugsaldrinum. Þau eru pöruð saman í upphafi og sigla síðan tvö og tvö saman á heimagerðum timburfleka niður ána í skóginum á milli þess sem þau hitta restina af hópnum á glæsitjaldsvæðum („glamping“). Umhverfið er fallegt og það er skandinavískur rómans yfir myndatökunni, ungu Danirnir klæðast mörg hundruð þúsund króna útivistarfötum og enginn vogar sér að móðga neinn. Í staðinn fyrir slúður og drama fá áhorfendurnir

...