Hagsjá Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí. Gangi sú spá eftir mun tólf mánaða verðbólga aukast úr 5,8% í 5,9%. Þannig gerir bankinn ráð fyrir því að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður, þar sem…

Hagsjá Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí. Gangi sú spá eftir mun tólf mánaða verðbólga aukast úr 5,8% í 5,9%. Þannig gerir bankinn ráð fyrir því að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður, þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar.

Þá spáir bankinn því að verðbólga haldist óbreytt í ágúst og september, en að hjaðni í 5,4% í október. Það er nokkurn veginn í takt við fyrri verðbólguspár bankans.