Safn Pinacoteca di Brera. Brera Modern mun hýsa verk þaðan.
Safn Pinacoteca di Brera. Brera Modern mun hýsa verk þaðan.

Safnið Brera Modern í Mílanó mun loksins verða opnað síðar á árinu en fimmtíu ár eru liðin frá því vinna við að koma því á laggirnar hófst. Safninu er ætlað að hýsa samtímamyndlist úr galleríinu Pinacoteca di Brera, en Brera Modern verður staðsett nokkrum húsum frá Pinacoteca di Brera.

Miklar tafir hafa hrjáð framkvæmdina en 39 ítalskar ríkisstjórnir hafa setið frá því vinna við hana hófst. Tafirnar hafa verið af ýmsum sökum, m.a. fannst asbest í húsinu auk þess sem vandræði hafa verið með loftræstikerfi þess, segir í frétt The Guardian.

Dyr safnsins verða opnaðar í fyrsta sinn 7. desember á þessu ári en nýr safnstjóri, Angelo Crespi, fær heiðurinn af því en hann tók við starfinu af hinum bresk-kanadíska James Bradburne í febrúar. Er skipun hans sögð liður í þeirri áætlun hægristjórnar Ítalíu að setja Ítali

...