Steingrímur Thorsteinsson yrkir um sorg og sorgleysi:

Þó þú aumkist yfir mann,

sem angur sorgin vinnur,

mest þú aumkva ættir þann,

til engrar sem að finnur.

Og um virðing og ást:

Virðing þú segist mér veita,

svo veittu mér ást þína líka.

Ilmlaust ei bjóð þú mér blóm,

bragðfrítt þó sé það að lit.

Kristján Kristjánsson smiður á Bíldudal orti um hús Einars Jónssonar myndhöggvara:

Hnitbjörg vekja virðing mér,

votta um þrek og framann.

Göfgi og speki hafa hér

höndum tekið saman.

Séra Jón á Bægisá

...