Réttarhöld yfir bandaríska leikaranum Alec Baldwin hófust í vikunni. Baldwin er sakaður um manndráp af gáleysi á tökustað kvikmyndarinnar Rust í október 2021. Réttarhöldin fara fram í Nýju-Mexíkó, segir í frétt AFP
Ákærður Alec Baldwin hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Tæp þrjú ár eru liðin frá því slys varð á tökustað kvikmyndarinnar Rust.
Ákærður Alec Baldwin hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Tæp þrjú ár eru liðin frá því slys varð á tökustað kvikmyndarinnar Rust. — AFP/Ross D. Franklin

Réttarhöld yfir bandaríska leikaranum Alec Baldwin hófust í vikunni. Baldwin er sakaður um manndráp af gáleysi á tökustað kvikmyndarinnar Rust í október 2021. Réttarhöldin fara fram í Nýju-Mexíkó, segir í frétt AFP.

Úkraínski tökumaðurinn Halyna Hutchins lést þegar Baldw­in beindi leik­muna­byssu að henni á meðan á æf­ingu stóð og al­vöruskot hljóp úr byss­unni. Þá særðist leik­stjóri mynd­ar­inn­ar.

Baldwin hefur lýst yfir sakleysi sínu og segist hvorki hafa vitað að byssan hafi verið hlaðin né hafa tekið í gikkinn. Hann á yfir höfði sér 18 mánaða fangelsi verði hann fundinn sekur. Vopnasérfræðingurinn, Hannah Gutierrez, hefur nú þegar verið dæmd í 18 mánaða fangelsi.

Saksóknarinn Kari Morrissey er sögð munu halda því fram að Baldwin hafi brotið öryggisreglur og sýnt gáleysi á tökustað.