Eyjólfur Ó. Eyjólfsson skrifar á Boðnarmjöð: Þegar lítill maður í ríku landi les fréttirnar um sjúkrahús og skólamál þá spyr hann stundum í heimsku sinni: Hví hafa landfestar losnað og líflínan dýrmæta trosnað? Hví lekur sem hrip hið laskaða skip…

Eyjólfur Ó. Eyjólfsson skrifar á Boðnarmjöð:

Þegar lítill maður í ríku landi les fréttirnar um sjúkrahús og skólamál þá spyr hann stundum í heimsku sinni:

Hví hafa landfestar losnað

og líflínan dýrmæta trosnað?

Hví lekur sem hrip

hið laskaða skip

meðan heimskingjar horfa í kostnað?

Philip Vogler Egilsstöðum yrkir við ljósmynd og kallar Martröð dagsins:

Svartbakar mig sjá hér hjá.

Þeir sitja þúfum á.

Þá langar fljótt að ná í ná,

fá nóg að éta þá.

Kristján Karlsson orti:

Mælti Einar á Eyrarlandi

„mikið andskotans

...