Þrír myndlistarmenn opna sýningar á verkum sínum á Flateyri á morgun, laugardaginn 13. júlí. Hrafnhildur Arnardóttir, einnig þekkt sem Shoplifter, opnar sýningu sína Gátt, í galleríinu Undir brúnni kl
Undir brúnni Listamaðurinn Finnur Arnar hefur komið upp galleríinu.
Undir brúnni Listamaðurinn Finnur Arnar hefur komið upp galleríinu.

Þrír myndlistarmenn opna sýningar á verkum sínum á Flateyri á morgun, laugardaginn 13. júlí.

Hrafnhildur Arnardóttir, einnig þekkt sem Shoplifter, opnar sýningu sína Gátt, í galleríinu Undir brúnni kl. 16. Kristján Björn Þórðarson opnar innsetningu sína Endurlit í Tankinum á Sólbakka kl. 16.30. Loks opnar Hrafnkell Sigurðsson sýninguna Innhverfingar í gömlu slökkvistöðinni á Brimnesvegi kl. 17.

Undir brúnni er líklega eitt minnsta gallerí landsins og staðsett, eins og nafnið bendir til, utandyra undir gamalli steyptri brú á Sólbakka, rétt innan við Flateyri. Hugmyndina að þessu óvenjulega galleríi á Finnur Arnar myndlistarmaður en hann setti upp fyrstu sýninguna undir brúnni sumarið 2022. Þema gallerísins er að sýna eitt verk undir brúnni árlega, að sumarlagi, og sá háttur

...