Valgeir Lunddal Friðriksson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er á leið til þýska félagsins Düsseldorf, samkvæmt fréttavef þýsku B-deildarinnar. Valgeir hefur leikið með Häcken frá Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni frá 2021. Düsseldorf missti í vor af sæti í efstu deild Þýskalands eftir umspil. Ísak Bergmann Jóhannesson leikur með liðinu, var lánsmaður með því í vetur en félagið keypti hann af FC Köbenhavn í sumar.

Brynjar Björn Gunnarsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Fylkis í knattspyrnu en hann tekur við af Olgeiri Sigurgeirssyni sem var sagt upp störfum fyrir skömmu. Brynjari var sjálfum sagt upp hjá Grindavík fyrir nokkrum vikum en hann hafði stýrt karlaliði félagsins í 1. deild frá 1. ágúst á síðasta ári. Brynjar aðstoðaði áður Rúnar Pál Sigmundsson, þjálfara Fylkis, hjá Stjörnunni á árunum 2014 til 2017

...