Kristján Thorlacius fæddist 30. október 1941. Hann lést 24. júní 2024.

Kristján var jarðsunginn 10. júlí 2024.

Menntamál voru sem aldrei fyrr í deiglu 1970-80, skólakerfið annaði ekki eftirspurn vegna fólksfjölgunar og nýrra atvinnuhátta, stjórnvöld settu plástra hér og þar, m.a. var komið á laggir, framhaldsdeildum gagnfræðaskóla; 5. og 6. bekk gaggó. Nokkrar þeirra voru sameinaðar í húsnæði gagnfræðaskólans við Ármúla haustið 1979. Á þessum grunni var F.Á. stofnaður 6. september 1981, við Kristján munstraðir um borð strax ´79 ásamt mörgum kennurum úr Laugalækjarskóla og Lindargötuskóla, Kristján sem áfangastjóri frá upphafi, ég sem fótgönguliði en kom síðar að stjórn skólans.

Þetta voru afskaplega viðburðarík ár og gekk á ýmsu. Alls konar kollhnísar. Skóli verður ekki til úr engu og síst

...