Úlfarsárdalur Fred Saraiva fer framhjá KR-ingnum Benoný Breka Andréssyni en hann átti mjög góðan leik með Frömurum í gærkvöld.
Úlfarsárdalur Fred Saraiva fer framhjá KR-ingnum Benoný Breka Andréssyni en hann átti mjög góðan leik með Frömurum í gærkvöld. — Ljósmynd/Kristinn Steinn

Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, hafði ástæðu til að vera ánægður í gærkvöld þegar hans menn lögðu KR, 1:0, í Bestu deild karla í fótbolta í Úlfarsárdal.

KR-ingar ákváðu að endurráða ekki Rúnar síðasta haust. Hann tók við þeim bláklæddu í staðinn og hefur nú náð í sex stig gegn þeim í deildinni í ár því Fram vann líka fyrri leik liðanna í vor, 1:0.

Að þessu sinni var það fyrirliðinn Guðmundur Magnússon sem skoraði sigurmarkið á 78. mínútu, eftir varnarmistök KR-inga og sendingu frá Tiago Fernandes.

KR-ingar hafa þar með leikið sjö leiki í röð í deildinni án sigurs og þetta var fjórði leikurinn eftir að Pálmi Rafn Pálmason tók við þjálfun þeirra af Gregg Ryder. Fyrstu þrír leikir Pálma enduðu með jafntefli en KR-ingar sitja nú eftir í áttunda sæti deildarinnar

...