Ragnar Kristján Stefánsson fæddist 14. ágúst 1938. Hann andaðist 25. júní 2024.

Útför Ragnars fór fram 10. júlí 2024.

Fráfall Ragnars Stefánssonar þurfti ekki að koma á óvart því hann hafði bæði glímt við krabbamein og hjartasjúkdóm og fengið dauðadóm hjá læknum. En hann var ekki tilbúinn að kveðja, hann átti eftir að klára höfuðverk sitt: Hvenær kemur sá stóri? er út kom haustið 2022 og hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka fyrir bókina í fyrra. Ragnar lenti í heitum rökræðum víða um heim um hvort hægt væri að spá fyrir um jarðskjálfta, sem hann taldi, og á þeim vettvangi var hann jafn rökfastur og í pólitíkinni.

Það var í Æskulýðsfylkingunni sem leiðir okkar lágu saman og með okkur tókst ævilöng vinátta sem aldrei rofnaði þó oft væri vík milli vina. Það voru heitar deilur

...