Laugardalur Eiríkur Þ. Blöndal fyrirliði Þróttar með Eyjamanninn Hermann Þór Ragnarsson á hælunum í leik liðanna í gærkvöld.
Laugardalur Eiríkur Þ. Blöndal fyrirliði Þróttar með Eyjamanninn Hermann Þór Ragnarsson á hælunum í leik liðanna í gærkvöld. — Morgunblaðið/Arnþór

Fjölnismenn náðu í sjö stiga forystu á toppi 1. deildar karla í fótbolta þegar þeir lögðu Leikni að velli, 1:0, í Reykjavíkurslag í Efra-Breiðholti.

Þetta var þeirra áttundi sigur í tólf leikjum og Dagur Ingi Axelsson skoraði sigurmarkið um miðjan fyrri hálfleik.

Eyjamenn misstu af tækifæri til að komast í annað sæti þegar þeir töpuðu 2:1 fyrir Þrótti í Laugardalnum. Þróttarar unnu hins vegar þriðja leikinn í röð og eru komnir af botninum upp í miðja deild. Liam Daði Jeffs, sonur Eyjamannsins Ians Jeffs, og Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson komu Þrótti í 2:0 en Tómas Bent Magnússon minnkaði muninn fyrir ÍBV.

Keflavík lagaði sína stöðu í neðri hlutanum með sigri á Gróttu, 2:1. Kristófer Orri Pétursson kom Gróttu yfir en Sindri Snær Magnússon og Ari Steinn

...