Jóhann Páll Jóhannsson
Jóhann Páll Jóhannsson

Það er óréttlátt að fólk sem glatar starfsgetunni, veikist eða lendir í slysi sé dæmt til ævilangrar fátæktar. Þannig á Ísland ekki að vera.“

Þetta voru fyrstu orðin sem ég mælti á 154. löggjafarþingi og eitt helsta áherslumál mitt á liðnum þingvetri. Þess vegna var ánægjulegt að upplifa samstöðuna sem náðist um breytingartillögur Samfylkingar og annarra stjórnarandstöðuflokka við frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á örorkulífeyriskerfinu.

Nú skiptir öllu að vel takist til við framkvæmd breytinganna. Þar mun velferðarnefnd Alþingis halda ráðherra og ríkisstjórn við efnið en jafnframt mun næsta ríkisstjórn, sem tekur líklega við síðla árs 2025, hafa veigamiklu hlutverki að gegna. Lífsafkoma meira en 20 þúsund manns er í húfi og um leið öryggisnet alls vinnandi fólks á Íslandi.

...

Höfundur: Jóhann Páll Jóhannsson