„Þetta er ólýsanlegt, geggjuð tilfinning að vera búnar að tryggja þetta og geta eytt þessu ári fyrir EM bara í að undirbúa það,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, við Morgunblaðið eftir sigurinn glæsilega gegn Þýskalandi í gærkvöld.

„Við náðum bara í okkar grunngildi aftur, unnum öll okkar einvígi út um allan völl, skoruðum þrjú frábær mörk og héldum hreinu á móti Þýskalandi sem er eitt af þremur Evrópuliðum sem eru að fara á Ólympíuleikana. Þetta er geggjaður dagur,“ sagði Glódís.

Geta borðað skítuga sokka

...